Lýsing
Innrauða ljósið er eitt af heitustu ósýnilegu ljóssviðunum frá sólinni, en í innrauðri sánu er hættulega UV-ljósið fjarlægt. Þetta gerir það að verkum að það er alls engin hætta á að líkaminn verði óvarinn gegn IR-ljósi, þrátt fyrir notkun í lengri tíma. Infrarauð orka er form orku, sem í andstæðu við önnur orkuform notar ekki loftið til að flytja hita. Minna en 20% af orkunni er notað til upphitunar umlykjandi lofts, og yfir 80% hitar upp líkamann.
Infrarauðir geislar hjálpa til við að…
- Losa eiturefni úr líkamanum
- Auka virkni ónæmiskerfisins
- Styrkja hjarta- og æðakerfið
- Auka blóðflæði í líkamanum
- Auka súrefnisflæði
- Bæta útlit húðarinnar
- Styrkja öndunarfærin
- Brenna kaloríum
- Auka liðleika liða
- Fitulosun og minnka cellulite
- Lækka blóðþrýsting
- Lækka blóðsykur
- Lækka kólesteról
- Minnka verki
- Minnka bólgur og bjúg
Notkunarleiðbeiningar
– Leggðu pokann á flatt undirlag eins og rúmið, sófann eða gólfið. Stilltu tímann, hitastigið og byrjaðu að hita pokann.
– Þú getur verið í eða án fatnaðs í pokanum.
– Við mælum með að nota pokann í 13-30 mínútur til að byrja með og auka svo tímann hægt og rólega.
– Eftir notkun er gott að opna pokann alveg og strjúka úr honum með rökum klút.
Umsagnir viðskiptavina okkar á Facebook má sjá hér að neðan:
Rannveig Sigfúsdóttir
Ég elska mitt, hef alltaf verið með venjulegan hitapoka. En þetta er eitthvað allt annað.
Jurgita Kvedariene
I already get And and very happy. It is working very good
Berglind Guðmundsdóttir
Mjög góð vara einföld í notkun og virkar vel fyrir alla í fjölskyldunni
Sigurbjörn Ingi Guðmundsson
Algjör snilldarvara. Fljótt að hitna og einfalt í notkun.
Snæbjörn Guðni Valtýsson
Þetta var einmitt það sem okkur vantaði. Stundum höfum við notað heita/kalda bakstra hér og þar en þetta teppi hjálpar okkur að fá yl og slökun í allan kroppinn.
Guðrún Sigurjónsdóttir
Algjörlega frábær og þvílík slökun og unaður. Blóðþrýstingurinn lækkar og púlsinn líka. Hlakka til að takast á við vefjagiktina mína með aðstoð sængurinnar slökun í vöðvum, mæli slgjörlega með. Sængin er líka alltaf til staðar inni hjá mér
Ólína Þorsteinsdóttir
Ég er búin að eiga mitt teppi í tvær vikur og nota það flesta daga. Algjör snilldarvara sem virkar vel og er einföld í notkun og ekkert mál að þrífa það
Asta Edda Stefansdottir
Mjög ánægð með mittStenst allar væntingar og miklu þægilegra að liggja bara heima í kósí í stað þess að sitja óþolinmóð í klefa út í bæ
Hallveig Skúladóttir
Mjög ánægð með teppið, það er fljótt að hitna. Nota það tvisvar á dag og líður vel í skrokknum eftir að nota það, er með slitgigt og bólgur
Svala (staðfestur eigandi)
Búin að langa lengi í infrarauðan klefa en ákvað svo að prófa infrautt saunateppi þar til ég fengi mér klefa. Keypti mér infrarauða saunateppið frá Nýkaup og sé svo sannarlega ekki eftir því. Held ég þurfi ekki að fá mér klefa því það er alveg æðislegt að liggja í sófanum í saunateppinu og horfa á uppáhalds þættina mína á meðan. Mér líður mjög vel í líkamanum eftir þetta dekur og mæli með þessu fyrir alla.
Rannveig Bjarnadóttir (staðfestur eigandi)
Nú erum við hjónin búin að eiga okkar teppi í 10 daga og notum það 2svar á dag. Ég get futtyrt að þetta virkar. Ég er með slitgigt og vefjaigt og hreyfigetan batnar dag frá degi.
þórey Jónsdóttir (staðfestur eigandi)
Mjög ánægð, það er fljótt að hitna og notalegt að liggja í því og horfa á sjónvarpið á meðan. Ekkert má að þrífa það
Sigríður Edda Wiium (staðfestur eigandi)
Ég er búinn að nota mitt infrautt saunateppi á hverjum degi síðan ég fékk það í hendur. Fljótt að hitna skrokkurinn minn elskar það og svefninn er allur annar. Mæli svo með.
Svanur Aðalsteinsson
Meiriháttar græja við erum mjög ánægð með pokan okkar.
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir (staðfestur eigandi)
Ég er búin að nota mitt infrarauða teppi í u.þ.b 3 vikur. Reyni að fara í það daglega. Ég er með slit í mjóbaki og mikla verkjaleiðni niður læri og oft niður í tær. Mér finnst að verkir og bólgur hafi minkað til muna eftir að ég fór að nota teppið. Blóðþrýstingur hefur lækkað. Er alveg að elska þetta teppi.
Monika (staðfestur eigandi)
Notalegt er það að minnsta kosti.
Guðbjörn Smári Vífilsson (staðfestur eigandi)
Búinn að nota mitt teppi í rúma viku, og það stenst allar mínar væntingar
Fanney (staðfestur eigandi)
Umsagnirnar á síðunni voru þess eðlis að mig hefur langað í þetta teppi mánuðum saman. Ég hélt að þetta væri undravara miðað við ummælin en því miður hjálpar teppið mér ekkert tengt gigtarverkjum en ég er með vefjagigt. Teppið er notalegt en það dregur ekki úr verkjum eins og heitt bað gerir fyrir mig. Það er þó ekki við teppið að sakast.
Ingibjörg Friðgeirsdóttir (staðfestur eigandi)
Alveg frábært teppi,mjög notalegt og mýkir mann upp.
Sigrún Rafnsdóttir (staðfestur eigandi)
Er byrjuð að nota mitt á hverjum degi og mjög ánægð.
Íris Guðmundsdóttir (staðfestur eigandi)
Ég er mjög ánægð með teppið. Gefur góða slökun og spennulosun sérstaklega eftir áreinslu. Ég er með vefjagigt og er þessi poki eins og himnasending fyrir mig. Ég hef leift öðrum að prufa teppið og allir mjög ánægðir. Mér finnst að fólk með vefjagigt ætti að eiga svona poka þar sem það er lítið í boði fyrir þann hóp nema lyf. Þessi tegund meðferðar með infrarauðum ljósum er fyrir alla sem vilja góða slökun og bætta líðan.
Lilja Karen
Mjög gott teppi. Fæ mikla slökun og gott að geta stjórnað tímanum og hitanum eftir hentugleika. Auðvelt viðmót.
Opin fyrir hendurnar er afar sniðugt ef maður vill lesa bók eða eitthvað á meðan. Mæli með 🙂
Unnur Guðmundsdóttir (staðfestur eigandi)
Sé ekki eftir þessum kaupum, alveg frábært teppi.