Tekið er á móti greiðslum með kreditkortum í gegnum öruggt greiðslusvæði þar sem kortanúmer eru dulkóðuð. Tekið skal fram að Nykaup.is geymir ekki né tekur á móti kortanúmerum, allar slíkar upplýsingar fara í gegnum öruggt greiðslusvæði hjá viðurkenndum þjónustuaðila. Einnig er hægt borga með því að millifæra í gegnum banka/heimabanka. Ef viðskiptavinur vel að greiða með millifærslu er mikilvægt að senda kvittun um greiðslu í tölvupósti info@nykaup.is. Ef við fáum ekki kvittun í tölvupósti getur afreiðslutími lengst.
Að öllu jöfnu eru pantanir afgreiddar á pósthús daginn eftir að greiðsla berst. Sé vara ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband strax og bjóða að varan sé sett í biðpöntun eða pöntunin sé felld niður að hluta til eða í heilu lagi. Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti skv. þeirra afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálum, nema viðskiptavinur semji um annað.
Biðpöntun þýðir að vara sé ekki til á lager en í pöntun og verður send í póst um leið og hún lendir hjá okkur.
Pósturinn ber pakka í hús á milli klukkan 17-22 á kvöldin. Ef enginn er heima, sendir pósturinn tilkynningu um að varan sé á næsta pósthúsi. Það er mikilvægt að heimilsfang sé rétt skráð og sá sem aðili sem er skráður á heimilisfang sé einnig merktur á lúgu/póstkassa. Ef svo er ekki, ber Nykaup.is ekki ábyrgð ef pantanir komast ekki til skila.
Verð á vefsvæði Nykaup.is og í útsendum póstum eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Nykaup.is áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Nýkaup mun upplýsa kaupanda um allt slíkt eins fljótt og kostur er, og hugsanlega koma með tillögu að annarri vöru sem kaupanda gefst kostur á að samþykkja eða hafna.
Við bjóðum 14 daga skilarétt að því tilskildu að vöru sé skilað í góðu lagi í heilum, upprunalegum og söluhæfum umbúðum. Ef vara er sérstaklega innsigluð þá verður það að vera órofið. Kaupkvittun þarf að fylgja með, eða afrit kvittunar. Að því uppfylltu þá endurgreiðum við vörur að fullu í formi inneignar. Flutningsgjöld eru ekki endurgreidd nema vegna galla, afgreiðslumistaka.
Upprunalegar umbúðir verða alltaf að vera til staðar þegar þegar skila á vöru.
Skil á vöru eru háð eftirfarandi skilyrðum: :
ATH Andlitsgrímum fæst hvorki skipt né skilað.
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.Notkun á persónuupplýsingum.
Sendingar úr kerfi Verslunar kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir vefverslunnarinnar geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
Ábyrgðartími raftækja er 2 ár til einstaklinga og 1 ár til fyrirtækja samkvæmt neytendalögum og lögum um lausafjárkaup. Ábyrgð er háð framvísun kaupnótu. Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits á t.d. endurhlaðanlegum rafhlöðum sem hafa að jafnaði skemmri líftíma en 2 ár. Högg og rakaskemmdir fella niður verksmiðjuábyrgð og hið sama á við um ranga notkun. Við áskiljum okkur rétt til að fara með skilavöru til skoðunar á verkstæði fyrir endurgreiðslu eða útskipti. Ábyrgðarmál vegna smávöru eru í langflestum tilfellum afgreidd samstundis. Ef upp koma álitamál um t.d. endingartíma á vöru þótt ábyrgð sé útrunnin þá má alltaf ræða saman og finna farsæla lausn. Við reynum alltaf að koma til móts við okkar viðskiptavini.
Öll verð í netversluninni eru með 24% virðisaukaskatti. Hægt að hafa samband í gegnum upplysingar@nykaup.is
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
2211 ehf 610906-0440
vsknr 112385